Málþing um HPV og krabbamein í Hringsal LSHMiðvikudaginn 5. nóvember stóð SKÍ fyrir málþingi um HPV og krabbamein í Hringsal LSH.

 

Kvensjúkdómalæknarnir Katrín Kristjánsdóttir og Ásgeir Thoroddsen fjölluðu um virkni HVP, áhrif veirunnar á myndun leghálskrabbameins og bólusetningar.

Stefán Pálmason, tannlæknir, ræddi samband HVP og krabbameina í munnholi og munnkoki.

Að lokum fjallaði Jórunn Atladóttir, skurðlæknir, um samband HPV og krabbameins við endaþarm.

 

Elsa B. Valsdóttir, skurðlæknir, stýrði málþinginu sem var mjög fróðlegt og vel sótt. Margar spurningar vöknuðu meðal fundargesta og skemmtilegar umræður sköpuðust. Ljóst er mikill áhugi er á rannsóknum á tengslum HPV og krabbameina og ekki síst þeim bólusetningum sem hafnar eru. Fróðlegt verður að fylgjast með áframhaldandi rannsóknum á þessu sviði.