Haustmálþing 2011

Haustmálþingið var haldið 25. október s.l. og var fundarefnið Krabbamein og ónæmiskerfið.  Fyrirlesararnir voru þrír, þau Jóna Freysdóttir dósent við HÍ, Helga Ögmundsdóttir prófessor við HÍ og Gunnar Bjarni Ragnarsson sérfræðilæknir á Landspítalanum.  Dagskrána má sjá í krækju til vinstri.  Vegna fyrirspurnar frá áheyrendum á málþinginu þá gáfu þær Jóna og Helga leyfi fyrir því að fyrirlestrar þeirra væru birtir á heimasíðu samtakanna.  Þá má nálgast með því að smella á viðeigandi krækjur.  Þar sem fyrirlestur Gunnars innihélt niðurstöður rannsókna hans sem ekki hafa verið birtar þá bendum við áhugasömum á að leita til hans eftir frekari upplýsingum.

Fyrirlestur Helga Ögmundsdóttir
Fyrirlestur Jóna Freysdóttir