Um samtökin

Markmið SKÍ er að stuðla að samvinnu þeirra sem vinna að krabbameinsrannsóknum á Íslandi. Auk þess miða samtökin að eflingu íslenska krabbameinsfræðasamfélagsins með því að auka sýnileika íslenskra rannsókna á erlendum vettvangi. 

Þátttaka í alþjóðlegum ráðstefnum er gríðarlega mikilvæg til þess að kynna íslenskar rannsóknir en ekki síður til þess að efna til og viðhalda samstarfi við erlendar fræðastofnanir.

Þekkingarbrú SKÍ
stuðlar markvisst að því að gefa íslensku vísindafólki kost á því að sækja fyrirlestra og hitta erlenda sérfræðinga á sviðinu.


http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1054121